Hvað er kæfisvefn?

Kæfisvefn er ástand sem einkennist af endurteknum öndunartruflunum í svefni ásamt
syfju þegar fólk er vakandi. Hjá fullorðnum telst það öndunarhlé ef öndunin hættir
alfarið í 10 sekúndur eða lengur.
Öndunarhlé í kæfisvefni verða oftast vegna þrengsla eða lokunar í efri hluta
öndunarvegarins (frá nefi að koki). Þá reynir einstaklingurinn að ná andanum með
sífellt kröftugri innöndunartilraunum.
Sjaldgæfari eru svokölluð miðlæg öndunarhlé þar sem ekkert loftflæði á sér stað en
heldur ekki nein tilraun til öndunar. Eðli slíkra miðlægra öndunarhléa er talsvert annað
en þeirra öndunarhléa sem eru vegna þrengsla.
Kæfisvefn kallast það þegar öndunarhlé í svefni eru 5 eða fleiri á klukkustund. Rætt er
um vægan kæfisvefn þegar fjöldi öndunarhléa er 5–15 á klst., kæfisvefn á meðalháu
stigi þegar fjöldinn er 15–30 á klst. og kæfisvefn á háu stigi þegar öndunarhléin eru 30
eða fleiri á klst.

Nánari upplýsingar í Kæfisvefnsbæklingi LSH (PDF)

Hrjóta ekki allir? – Heimildarmynd:

Athugið lykilorðið til að sjá myndbandið er: hrotur

Hrjóta ekki allir from Svefnrannsóknafélag on Vimeo.